Síun
Personal menu

Um okkur

Freyja Sælgætisgerð

Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.  Freyja framleiðir og markaðssetur ótal vörutegundir af gómsætu sælgæti á heimsmælikvarða fyrir sinn heimamarkað hér á Íslandi en einnig til útflutnings þar sem sælgætið frá Freyju er í stöðugri sókn.  Fjöldinn allur af þekktustu vörumerkjum íslensks sælgætis er framleitt af Freyju og má þar nefna vörur eins og Draumur, Rís, Djúpur, Möndlur, Sterkar Djúpur, Staur, Hrís, Freyju rjómakaramellur og svo mætti lengi telja.  Bragð og gæði eru höfð í hávegum hjá Freyju, og er það starfsmönnum öllum kappsmál að framleiða og markaðssetja heimsins besta sælgæti.  Hjá Freyju starfa um 50 manns á tveimur stöðum, í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði fyrirtækisins á Vesturvör í Kópavoginum.  Freyja þjónustar viðskiptavinum sínum vítt og breitt um landið, að mestu út frá höfuðborgarsvæðinu en er einnig með starfstöð á Akureyri.

Við hjá Freyju erum afar þakklát Íslendingum fyrir viðskiptin síðustu 100 ár og horfum björtum augum á framtíðina, þar sem áframhaldandi sókn innanlands sem utan með hágæða íslenskar vörur verður ávallt höfð að leiðarljósi.